Leita á
ENSKU ÍSLENSKU
Gustaf

Gustaf H. Hermansonn

Gústaf H. Hermannsson, stofnandi og eigandi Íslux ehf. fæddist í Vestmannaeyjum 13. maí 1947.

Hann fluttist nokkrum mánuðum síðar til Reykjavíkur með foreldrum sínum og ólst upp í Vesturbænum. Eftir hefðbundna skólagöngu í Reykjavík lá leiðin að Laugarvatni þar sem hann var einn vetur í Landsprófi í Héraðskólanum og fjóra vetur í Menntaskólanum og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1968.
Eftir Menntaskólann fór hann í læknisfræði í Háskóla Íslands en hætti þar og fór út á vinnumarkaðinn og byrjaði að vinna hjá Skrifstofu Lögreglustjóra í Reykjavík, síðan hjá Ríkisendurskoðun, þá á Skrifstofu Ríkisspítalanna og að endingu í Veðdeild Landsbanka Íslands. Hann vann þar þangað til hann stofnaði Íslux ehf., 1. janúar 1987 og hefur hann unnið við það síðan.

Gústaf á þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn.